miðvikudagur, júní 23, 2004

mamman fer á djamm dauðans!!

um helgina fór ég offisjilli í fyrsta skipti að JAMMA eftir að ég varð MAMMA og var það bara nokkuð gaman, minnti mann á framhaldsskólaárin þegar maður hafði nákvæmlega ekkert þol á áfengi og endaði alltaf sofandi upp í rúmi með málningu niður á höku og angandi af pylsulykt og ógeði.... og meiraðsegja var þynnkan tvöfalt verri!! En þetta var gæðaball á sjallanum, brjálað stuðband, dans og gleði. Aldan var hér hjá okkur og skellti sér að sjálfsögðu með, en ekki hvað... hún sá reyndar engan sætan og ungan norðlending og vil hér auglýsa eftir einum.... eða kannski tveimur híhíhí! (það verður bara nóg að gera hjá öldunni)

laugardagur, júní 05, 2004

Jæja... sumar dauðans tekið við!!

En það jákvæða við þetta allt er að staffið okkar er FRÁBÆRT!!! Ég elska fólk sem nennir að vinna og það er einmitt þess vegna sem ég er svo hrikalega ástfangin þessa daganna. Mútta er komin í sveitina og Tanja er komin sem er stelpa frá Rússlandi sem er eins og maskína og svaka hress pía. LáZan eða SYS eins og flestir þekkja hana er á leiðinni frá kónsins Köben og þá er teymið fullkomnað.... annars er ég bara að bulla tóma steypu eins og venjulega en þetta er það sem gleður hjarta mitt þessa dagana og svo er maður nú komin aðeins' í ölglasið og allt mjög mosjonal og grúví :)

mánudagur, febrúar 23, 2004

Snoopy
You are Snoopy!


Which Peanuts Character are You?
brought to you by Quizilla
Svefngalsi dauðans bankaði upp á hjá mér í morgun!

ég skal sko segja ykkur það.... ég fékk svefngalsa af verstu gerð, í morgun í þokkabót. Ég er venjulega eins og risaeðla á morgnanna, krumpuð og grumpy en í morgun söng ég í sturtu og flissaði af einhverju fáránlegu sem ég vil ekki einu sinni muna og endaði svo með því að setja brauðið inn í ísskáp og mjólkina inní brauðskáp og smjörinu henti ég!!!

Þeir sem vilja upplifa þessa tilfinningu þ.e. svefngalsa á morgnanna er uppskriftin hér: svefn ca. 3 klst. á nóttu og þessa þrjá tíma stilla vekjaraklukkuna á 15. mín. fresti, standa upp og leggjast niður aftur og fara svo í ískalda sturtu um leið og þið vaknið!! Eftir viku má búast við einkennunum. Good luck & have fun!

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

You are NEMO!
What Finding Nemo Character are You?

brought to you by Quizilla
Ég hef bitið í súran hrútspung...

Jæja eg er nú aldeilis komin inn í súrmatinn og naut þess að éta sauðakjöt, hangikjet, harðfisk, svið og það sem meira er hafði ég mig í að bíta í súran hrútspung en þorði alls ekki að kyngja... ég fílaði mig eins og í fear-factor nema að ég var ekki með silikonbrjóst eins og flestar píurnar sem taka þátt í leik óttans. Dagurinn í dag er semsagt búinn að snúast um súrmat. Sonur minn (8 mánaða) vann fear-factor leikinn okkar þar sem hann gékk alla leið og hamaði í sig hákarlabita á mettíma eins og hann ætti von á 50.000$

laugardagur, febrúar 14, 2004

HASH(0x8199664)
A Loud Guitar Solo: You are the wild one! Loud
noises and chaotic scenes are in your
preference. You have a sense of adventure that
is truly yours alone. Whether your at a concert
or at home enjoying a thunderstorm, you are
bold and beautiful! Rock On! (please rate my
quiz)


What Sound Are You?(now w/ pics)
brought to you by Quizilla
Flutningur nr.17

Jæja þetta er í 17. skipti sem ég skipti um heimili á minni stuttu ævi. 17 er ein af happatölum mínum þannig að ég býst við góðum gír í nýju íbúðinni. Og jafnvel lottóvinningi á laugadaginn til að borga fyrir nýja rúmið mitt, eldhúsinnréttingu, nuddbaðkar og nýjan rafknúinn tannbursta.

Augað mitt er læknað (Thank god!)... ósýnilegi sandkassinn var svo bara eitt rykkorn sem leyndist undir augnlokinu og það sem meira er augnlæknirinn mældi sjónina mína og sagði að ég væri með súpersjón þannig að ég sé næstum í gegnum föt.... og líka fyrir horn!!!! Ég hefði átt að vera njósnari. 0017... mrs. Gugga Bond.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Ég er með ósýnilegann sandkassa í auganu!!!!

... belíf'it or not, ég er með eitthvað í auganu sem enginn sér. Ég er búin að vera sjónskert í aðra hálfa viku og er farin að halda að ég sé nú bara með ímyndunarveiki á háu stigi. Í gærkvöldi gekk ég svo langt að fara niðrá læknavaktina og þar var augað deyft, litað og potað í það með ýmsum tækjum og tólum og í þokkabót var ég send heim með leppa fyrir öðru auganu..... verst að það var ekki öskudagurinn!!! En konan á læknavaktinni tjáði mér að ekkert væri sjáanlegt í auganu og ég yrði bara hreinlega að láta augnlækni kíkja á þetta ef áframhaldandi sársauki er til staðar. það furðulegasta við þetta allt er að það sést sama og ekkert á auganu, ég er ekki einu sinni rauð í auganu en það sem verra er að ég er komin með hræðilegarn "kæk"... og blikka og píri augunum þegar ég horfi framan í fólk, minnir mig á strák sem heitir Skúli sem ág gerði óspart grín af í grunnskóla sem var með kæki sem hann engann veginn losaði sig við.... þannig að núna er payback-time fyrir Skúla greyið....!

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Ég þjáist af síþreytu... öðru nafni Akureyrarveikin!!!

Á undanförnum árum hafa verið haldnar fjölþjóðlegar vísindaráðstefnur um síþreytu þar sem meðal annars hefur verið rætt um hvernig eigi að skilgreina sjúkdóminn, um afleiðingar hans, þróun og rannsóknir. Rannsóknir á faröldrum sem hafa leitt af sér síþreytuástand svo sem Akureyrarveikin, hafa einnig aukið þekkingu á afleiðingum og þróun sjúkdómsins. (NETDOKTOR.IS)

ZZZZZzzzzz.....zzzzzZZZZZZZZ

mánudagur, febrúar 02, 2004

Eru veðurguðirnir geggjaðir??!!

Við hér fyrir norðan erum að íhuga að halda upp á jólin í byrjun febrúar....loksins lítur jólasnjórinn dagsins ljós. Jibbíííí..... Á skíðum skemmti ég mér trallallaalaaa lalaaallaaalaaa!

CWINDOWSDesktoptarzan.jpg
Tarzan!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Ég beit óvart í ullarsokk í dag.... jææækks!!

Jæja... Flashdance-ævintýrið mitt er búið!!!! böööömer. Við Mr. Jonez erum að standsetja íbúðina okkar með þvílíkum gipsplötusnúningum, gluggajuðurum, skápasmíðum og málningarsulli og öðru sulli. Ég fékk rykgrímu og logsuðugleraugu og leit út eins og vísindamaður í kjarnorkuverkssmiðju eeeeððaaaa bara pían í flashdance... allavega þangað til ég´leit í spegil. Fullt af liði búið að koma í dag og skoða hjá okkur herlegheitin og ég eins og fífl með gasgrímu!!!!

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Sveitastelpan ég!


Jæja núna er maður fluttur í sveitina og ég skal segja ykkur það að hér er allt á kafi í snjó og allskonar snjó, í fyrradag var leðursnjór í gær var flauelssnjór og í dag er fluffysnjór og meiraaðsegja var hérna latexsnjór um daginn og þá var eiginlega bara hálka og svell út um allt. Kallið mig klikkaða en svona er þatta bara í sveitinni. Þögnin hér er þvílík að maður fær ofskynjanir á tímabili og heldur að maður sjái drauga og alls konar furðuhluti. Og snjórinn tröllríður öllu sem fyrir honum verður en það er nú margt verra en snjórinn t.d. úturfullar fyllibyttur á ráðhústorginu á Akureyri og ofvirkir unglingar á hjólabrettum... sem í dag er ég laus við :) Reyndar hef ég lítið sofið, litli engillinn minn er að taka tennur og vill helst ekkert sofa. Þannig að nætur og dagar eru ekkert svo ósvipaðir á heildina litið. Jæja best að fara að sofa í sveitinni minni og vona að krúzlan mín sofi og sofi og sofi...