mánudagur, febrúar 23, 2004

Svefngalsi dauðans bankaði upp á hjá mér í morgun!

ég skal sko segja ykkur það.... ég fékk svefngalsa af verstu gerð, í morgun í þokkabót. Ég er venjulega eins og risaeðla á morgnanna, krumpuð og grumpy en í morgun söng ég í sturtu og flissaði af einhverju fáránlegu sem ég vil ekki einu sinni muna og endaði svo með því að setja brauðið inn í ísskáp og mjólkina inní brauðskáp og smjörinu henti ég!!!

Þeir sem vilja upplifa þessa tilfinningu þ.e. svefngalsa á morgnanna er uppskriftin hér: svefn ca. 3 klst. á nóttu og þessa þrjá tíma stilla vekjaraklukkuna á 15. mín. fresti, standa upp og leggjast niður aftur og fara svo í ískalda sturtu um leið og þið vaknið!! Eftir viku má búast við einkennunum. Good luck & have fun!

Engin ummæli: