föstudagur, mars 03, 2006

Almenn pirringslosun í vikulok

Brátt líður að staðarlotu á Hólum og er námsefnið akkúrat ekki búin að eiga minn hug þessa daganna, breytingarnar á Hótelinu, þrif og undirbúningur hafa tekið alla orku enda er svakalega gaman að sjá breytingarnar. Kennarinn er búinn að vera að dæla í okkur efni í umhverfistúlkun, rötun, leiðsögn og göngustígagerð og ég er alls ekki komin inn á þessa línu. Kvíði fyrir prófinu í rötun af því ég er sérstaklega áttavillt og léleg í að rata. Eina sem við fáum í prófinu er áttaviti og kort. Þá eigum við að finna út og reikna út leiðina frá punkti A til punktar B ... ég á örugglega eftir að enda einhversstaðar í óbyggðum, ekki nóg með það við verðum að bjarga okkur sjálf, engir hópar eða slíkt. Svo eigum við að vera leiðsögumenn og leiða nemendur í gegnum ferli umhverfistúlkunar, ætli skýjahlaup geti flokkast undir umhverfistúlkun?

Myndavélin mín er biluð!!! 50.000 króna stafræn myndavél entist í 2 ár upp á dag. Það er spurning hvort ekki sé komin markaður fyrir einnota stafrænar myndavélar??? Allavega er ég orðin rosa pirruð á myndavélaleysinu en kallinn í Pedrómyndum ætlar að gera sitt besta! Vona að ég geti farið að taka myndir. Engar myndir til af Keili, síðustu jólum, Spánarferðinni og kannski ekki af Hólum og rötunartilraun minni, össhhhhhh!

Eitt sem pirrar mig meira en venjulega eru umferðarlög okkar íslendinga.. ég vil minna ykkur á eitt og hversu fáránlega sem þetta hljómar þá eru þetta lög vorrar þjóðar:

- Þér eruð óvéfenglega í rétti þegar þér leggið bifreið yðar ólöglega. -

Þegar ykkur vantar sárlega stæði næst þegar þið eruð á síðustu stundu að ná í ÁTVR eða eitthvað álíka fáránlegt fyrirbæri þessarrar þjóðir, leggið bílnum bara einhversstaðar á planinu af því ef það verður keyrt utan í bílinn þinn kyrrstæðann ertu í 100% rétti. Til hvers er verið að eyða peningum okkar í að merkja bílastæði ef það skiptir ekki máli hvar maður leggur bílum????

fimmtudagur, mars 02, 2006

faustinovínkynningin er á enda

Jæja.. mín er búin að drekka óhóflegt magn af rauðvíni og þegar maður hefur innbyrgt svo mikið af rauðvíni er erfitt aqð sofna... maginn minn þolir þetta ekki! Í fyrsta skipti á ævinni drakk ég vín sem er eldra en ég, Faustino 1. 1970, og meira að segja vín sem er jafngamalt og Jonni, nema Jonni var aðeins betri hahhaha... ok ég veit ekki fyndið! Úff ég kvíði fyrir að vakana á morgun og á örugglega ekki eftir að ver hress í hreingernigunum en... svona er að vera hótelstarfsmaður á vínkynningum.. Lengi lifi Faustino 1.!

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Stjörnustríð

Konan með vasaljósin kemur í næstu viku og gegnumlýsir allt ryk og allan skít og metur síðan öll herbergi og ákveður hversu margar stjörnur hótelið fær á mælikvarðanum 1 - 5. Ég tippa á 3 stjörnur eftir að ég er búinn að þrífa allt sem hefur legið á hakanum síðan í sumar. Næstu dagar fara í það og er ég fegin að komast í smá púl og frí frá lesefninu þó að ég megi engann vegin við því að leggja bækurnar frá mér... en svona er að vera hótelstarfsmaður í skóla. Mér hlakkar ekkert smá til sumarsins. Að taka á móti ferðamönnum og vinna. Ég elska að vinna! Á morgun fer ég og hitti sukkklúbbinn aftur frá því um síðustu helgi á Karólínu... vona að vínsmökkunin nái ekki yfir jafnmargar sortir og um síðustu helgi. Lengi lifi Torres!!!

mánudagur, febrúar 27, 2006

Ískeila og Stroh

Einhverntíma er allt fyrst og þessi helgi snérist fyrst og fremst um það. Ísgolf, ískeila, handbolti á ís, krikket á ís, go-kart á ís, limbó á ís, dottið á ís (ís með dýfu) og kakó með Stroh sem er það besta í heimi í kaffidrykkjum mmmmmmmm....
Við fórum semsagt með helstu sukkurum Norðurlands til Mývatns og átti ferðin að snúast um vínsmökkun og kaffidrykkjasmökkun en endaði í ísleikjum,ofdrykkju og útbúningi fyrirsagna sem engin mun fatta sem ekki var á svæðinu enda þarf maður að vera ílla drukkinn til að geta búið til fyrirsagnir sem hitta beint í mark. Ég hvet alla að tala við hann Yngva í Seli hótel Mývatni og fá að taka þátt í ískúnstum hvers konar, éta góðan mat og smakka vín og skemmta sér í skemmtilegu umhverfi.