mánudagur, febrúar 27, 2006

Ískeila og Stroh

Einhverntíma er allt fyrst og þessi helgi snérist fyrst og fremst um það. Ísgolf, ískeila, handbolti á ís, krikket á ís, go-kart á ís, limbó á ís, dottið á ís (ís með dýfu) og kakó með Stroh sem er það besta í heimi í kaffidrykkjum mmmmmmmm....
Við fórum semsagt með helstu sukkurum Norðurlands til Mývatns og átti ferðin að snúast um vínsmökkun og kaffidrykkjasmökkun en endaði í ísleikjum,ofdrykkju og útbúningi fyrirsagna sem engin mun fatta sem ekki var á svæðinu enda þarf maður að vera ílla drukkinn til að geta búið til fyrirsagnir sem hitta beint í mark. Ég hvet alla að tala við hann Yngva í Seli hótel Mývatni og fá að taka þátt í ískúnstum hvers konar, éta góðan mat og smakka vín og skemmta sér í skemmtilegu umhverfi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHAAA ég las ís-leikir sem ís-sleikir!
ups. frida.

Gugga sagði...

Nýi jólasveinninn fyrir norðan, Brynju-ís-sleikir. múúhahahaha

kv. G

Lorietta sagði...

Mohahha bara verið á endalausu djammi... ekkert verið að láta mann vita! Árshátið sytrakórsins verður um páskanna, var að panta far heim kem 4-14apríl.
Sjáumt hressar og tökum lagið eins og okkur er lagið

Nafnlaus sagði...

Gugga er semsagt meðlimur í "sukkgenginu" á Akureyri sem fáir útvaldir komast í tæri við. Kemur ekkert sérstaklega á óvart.

kaldhæðniskveðja,
frida.

Gugga sagði...

hahaha algjör samsæriskenning.

Gugga sagði...

Hlakka til þegar þú kemur lilla mín enda löngu kominn tími á systrakórsæfingu.
kv. sys

Lorietta sagði...

hehhehe... sukkgenginu á akureyri. Ummm hún er eitthvað að svíkja lit við sukkgengið í RVK.. tiskk tiskk.