miðvikudagur, janúar 21, 2004

Sveitastelpan ég!


Jæja núna er maður fluttur í sveitina og ég skal segja ykkur það að hér er allt á kafi í snjó og allskonar snjó, í fyrradag var leðursnjór í gær var flauelssnjór og í dag er fluffysnjór og meiraaðsegja var hérna latexsnjór um daginn og þá var eiginlega bara hálka og svell út um allt. Kallið mig klikkaða en svona er þatta bara í sveitinni. Þögnin hér er þvílík að maður fær ofskynjanir á tímabili og heldur að maður sjái drauga og alls konar furðuhluti. Og snjórinn tröllríður öllu sem fyrir honum verður en það er nú margt verra en snjórinn t.d. úturfullar fyllibyttur á ráðhústorginu á Akureyri og ofvirkir unglingar á hjólabrettum... sem í dag er ég laus við :) Reyndar hef ég lítið sofið, litli engillinn minn er að taka tennur og vill helst ekkert sofa. Þannig að nætur og dagar eru ekkert svo ósvipaðir á heildina litið. Jæja best að fara að sofa í sveitinni minni og vona að krúzlan mín sofi og sofi og sofi...