laugardagur, febrúar 22, 2003

jæja ég er búin að flétta upp orðinu kynþokki í íslensku orðabókinni.... þar stendur... kynþokki = kynferðisbundnar eigindir í útliti og/eða fasi sem orka örvandi á einstaklinga hins kynsins, sem segir okkur ýmislegt um Frikka Weis... en nóg um það. Dagurinn í dag er búin að vera kvöl í heimi óléttunar, mér leið ekki mjög "kynþokkafull" í morgunsárið staulandi um eins og gamalmenni sem kemst ekki skóna sína, bakverkir og kvart og kvein í allann dag. Það er ýmislegt lagt á tilvonandi feður þessa heims ;) en Mr. Jones er skilningsríkur og þolinmóður að vanda og er búinn að dekra við mig í allann dag. Sys er líka búin að fá sinn skammt, hellti mér yfir hana og lýsti óléttunni sem hræðilegri upplifun þar sem manni líður eins og hreyfihömluðum einstaklingi sem rétt nær að komast ferða sinna á klóstið. En ég get sagt ykkur það þrátt fyrir "smá" bakverki og pirring er þetta dásamleg tilfinning sem maður á að njóta :) Það eru 3 mánuðir eftir !! og tíminn líður hratt á gervihnattaöld :) Hafið góða helgi englabossar nær og fjær og látið kynþokkann geisla sem fyrr! :)
hmmm ... jæja fólkið mitt, bloggleiði dauðans er búin að liggja á herðum mér undanfarna daga enda hef ég ekki mikið sniðugt fram að færa. Enn 1 föstudagurinn í heimi óléttunar, þar sem aðalstuðið felst í að horfa á djúpu lauginna, strjúka bumbuna og borða poppkorn, sem er að vísu alls ekkert slæmt því maður vaknar gjörsamlega ferskur, frískur og kynþokkafullur í morgunsárið... eins og vinur okkar Frikki Weishappel orðaði það svo skemmtilega í útvarpinu í dag, það sem honum finnst a.m.k kynþokkafullt við konur er ólétta, ferskleiki og barnavagn :) Hver varð annars fyrir valinu á kynþokkafyllstu konu landsins??? veit það einhver?? Hvað er kynþokki? Látið mig vita hvað finnst ykkur?

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

10 Staðreyndir:
1. Ef þú lemur hausnum við vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma.
2. Menn og höfrungar eru einu tegundirnar sem stunda kynlíf sér til skemmtunar.
3. Sum ljón eðla sig 50 sinnum á dag.
4. Krossfiskar hafa engan heila.
5. Fiðrildi eru með braglaukana á fótunum.
6. Rétthent fólk lifir að meðaltali 9 árum lengur en örvhentir.
7. Ísbirnir eru örvhentir.
8. Ef þú mydir öskra í 8 ár 7 mánuði og 6 daga myndir þú búa til næga orku til að hita 1 kaffibolla.
9. Ef þú myndir reka við stanslaust í 6 ár 9 mánuði myndast gas sem jafngildir krafti atómsprengju.
10. Sterkasti vöðvin í líkamanum er tungan.
(Hmmmmmmmmm........)
vá... ég var að komast að því ... mér til mikillar skelfingar að ég er orðin gömul, og meira að segja svo gömul að ég get líklega ekki djammað lengur allavega ekki hér á Ak. Skoðið þessar myndir og segið mér hver er meðalaldurinn af þessu pakki!! Það eru kannski 2 á þessum myndum sem gæti verið á svip. aldri og ég. Þarf að upplifa Reykjavíkurnætur, eða er kannski svipað viðhorfs þar.... bara aflitaðir og bólugrafnir unglingar í Quarashibolum að digga´ða!!!!??

sunnudagur, febrúar 16, 2003


You're Debra Messing...you're fresh, new and you
love to hang out with your Will and Grace
Cast...You start the trends and never apologize
for being you....you go girl!


What actress are you?
brought to you by Quizilla
Jæja þá er helgin að verða búin og mánudagurinn á næstu grösum... Eyddi Eurovisionkvöldinu í góðu yfirlæti í sumarbústað rétt fyrir utan Ak. með fjölskylduvænu vinunum og Freddi kokkur eldaði kínamat sem var svo sterkur að við sátum með klaka í glösum og gátum vart talað yfir keppninni en aftur á móti komst ég að því að sterkur matur virkar eins og 10 grænir frostpinnar á börn því grislingarnir 4 voru í essinu sínu allt kvöldið ;) Ég hélt ekki með neinu lagi og var bara sátt við Birgittuna, æ ég hef aldrei verið mikið Eurovisionfrík, mér er nokkuð sama um þetta, nema áður var þetta kjörið tilefni til að djamma og djúsa, en ekki núna, ó nei. "Malli" er 24vikna í dag :) og gerir reglulega æfingar fyrir múttu sína. Núna ætlum við "malli" að hlamma okkur fyrir framan TV og horfa á Villta folann og bíða eftir "Daddycool", því þessi elska er óstöðvandi í vinnunni !