sunnudagur, febrúar 16, 2003

Jæja þá er helgin að verða búin og mánudagurinn á næstu grösum... Eyddi Eurovisionkvöldinu í góðu yfirlæti í sumarbústað rétt fyrir utan Ak. með fjölskylduvænu vinunum og Freddi kokkur eldaði kínamat sem var svo sterkur að við sátum með klaka í glösum og gátum vart talað yfir keppninni en aftur á móti komst ég að því að sterkur matur virkar eins og 10 grænir frostpinnar á börn því grislingarnir 4 voru í essinu sínu allt kvöldið ;) Ég hélt ekki með neinu lagi og var bara sátt við Birgittuna, æ ég hef aldrei verið mikið Eurovisionfrík, mér er nokkuð sama um þetta, nema áður var þetta kjörið tilefni til að djamma og djúsa, en ekki núna, ó nei. "Malli" er 24vikna í dag :) og gerir reglulega æfingar fyrir múttu sína. Núna ætlum við "malli" að hlamma okkur fyrir framan TV og horfa á Villta folann og bíða eftir "Daddycool", því þessi elska er óstöðvandi í vinnunni !

Engin ummæli: