laugardagur, febrúar 22, 2003

jæja ég er búin að flétta upp orðinu kynþokki í íslensku orðabókinni.... þar stendur... kynþokki = kynferðisbundnar eigindir í útliti og/eða fasi sem orka örvandi á einstaklinga hins kynsins, sem segir okkur ýmislegt um Frikka Weis... en nóg um það. Dagurinn í dag er búin að vera kvöl í heimi óléttunar, mér leið ekki mjög "kynþokkafull" í morgunsárið staulandi um eins og gamalmenni sem kemst ekki skóna sína, bakverkir og kvart og kvein í allann dag. Það er ýmislegt lagt á tilvonandi feður þessa heims ;) en Mr. Jones er skilningsríkur og þolinmóður að vanda og er búinn að dekra við mig í allann dag. Sys er líka búin að fá sinn skammt, hellti mér yfir hana og lýsti óléttunni sem hræðilegri upplifun þar sem manni líður eins og hreyfihömluðum einstaklingi sem rétt nær að komast ferða sinna á klóstið. En ég get sagt ykkur það þrátt fyrir "smá" bakverki og pirring er þetta dásamleg tilfinning sem maður á að njóta :) Það eru 3 mánuðir eftir !! og tíminn líður hratt á gervihnattaöld :) Hafið góða helgi englabossar nær og fjær og látið kynþokkann geisla sem fyrr! :)

Engin ummæli: