sunnudagur, júní 18, 2006

vörk it beibí, vörk it!!

Núna er ég farin í frí til hennar Lásu minnar til DK eða bara DKNY... ekki væri slæmt að bregða sér til NY bara svona í leiðinni og spandera í nokkra skó svona bara til tilbreytingar. Á morgun fer mar bara í klippingu og strípur kl. 10.00 og brunar svo beint suður og heimsækir ömmu sína sem bíður með heitt kaffi og með því ef ég þekki hana rétt og svo fer maður bara snemma að sofa. Morgunin eftir verður flogið af stað og tekin lest alla leið til Árósa þar sem sys og mútta taka vonandi á móti manni með góðan kokteil. Ég er náttúrlega alveg í fögnuði ehe...