fimmtudagur, mars 06, 2003

... gullmolar úr hugarheimi íslenskra barna.þetta er FYNDIÐ!!

Krókódílar eru með svona fætur, bara ekki í sokkum.

Stundum fæða pabbar börn.

Það eru þjófar inni í hjartanu á mér. Það eru líka tröll þar.

Ugla sat á Kristi.

Maður getur alveg verið á eyrunum, það er svo gott veður.

Þegar ég var að hlaupa upp, þá gubbaði ég í mig.

Má ég fara út á hárinu?

Maður getur alveg notað ömmu sína fyrir vin.

Ég er með sköllótt hár.

Ég er alveg að detta úr jakkanum, því mér er svo kalt.

Viltu taka vettlingana, ég get ekki andað með höndunum, þær eru alveg að kafna.

Ef maður fæðist ekki heilbrigður, þá er maður fótbrotinn eða eitthvað.

Gjörið svo vel að rétta mér Jakob.

Munnurinn á mér var bilaður áðan, ég var alveg að fara að gubba.

Ég veit að það eru til blóm í eyðimörk, ég var þar í fermingu.

Allir nema ég eiga ekki að fá frosnu mandarínuna, því ég er svo sjaldgæfur.

Ég sá fitubollu í Kringlunni og hún var í alvörunni.

Þegar ég dey, þá verð ég Jóhann afi.

Ég er sko lítill unglingur og er ekkert hræddur við sjálfan mig.

Hann öskraði í eyrað á mér, eyrað sem var að koma úr viðgerð í gær.

Ég fæddist í kjól.

3ja ára dreng er starsýnt á barminn á brjóstgóðri konu í flegnum bol og segir: “Afhverju ertu með rassinn þarna?”

Mamma mín er með skegg á fótunum.

Ég get ekki opnað brauðið mitt. Það er barnalæsing á brauðinu mínu.

Ég sé ekkert fyrir augnabrúnunum.

Alltaf þegar pabbi minn er að tala við mig þá er ég bara heyrnarlaus.

2ja ára stúlka vildi láta pabba sinn vita að það biðu tveir menn eftir honum inni í stofu: “Pabbi, það bíða eftir þér maðar inní stofu.”

Nenni, 4ra ára: “Þegar rignir dettur fyrst eitt ský, svo annað svo annað svo annað svo annað og svo sést Guð.”

Hver skiptir um peru í tunglinu? Gunnar, 2ja og hálfs árs.

Afi spyr 4ra ára snáða: “Veistu hvað ég heiti?”

Drengur: “Já, Guðjón”. Horfir síðan stundarkorn á afa og spyr á móti:

“Veistu ekki hver þú ert?”


Ég er að fara til RVK á morgun ... vei vei!! Það er alltaf eins og ég sé að fara til úglanda þegar ég fer til RVK.... verst að það er engin fríhöfn á leiðinni ;)

Ef þið viljið sjá ógeð... kíkið á þettakláðadýr!!! Það sem fólk getur gengið langt fyrir auglýsingar... minnir mann einna helst á nicotíntyggjó-auglýsingarnar.. jæækks!

Þekkið þið fólk sem verður alltaf veikt þegar það fær hor í nefið!!... ég þekki nokkra og sumir eru ekki einu sinni að reyna að láta sig batna...vilja ekki sníta sér eða drekka te... Þegar maður er með hor í nefinu... snítir maður sér, maður er ekki endilega veik/ur!!! Sorrý smá hormónasprengja ..kvviiiizz BAAAAng!!


miðvikudagur, mars 05, 2003

Þú ert Davíð Oddsson:

Þér finnst þú vera frábær og flestir aðrir
aumingjar (nema Össur; hann er dóni). Þú ert oft hnyttin(n) og
skemmtileg(ur) en þeir þættir týnast þó í valdhrokanum sem er að sliga þig.

Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið

hehehheehe.... þetta er fyndið!!!

þriðjudagur, mars 04, 2003

Jæja kindurnar mínar.. það er bara allt á öðrum endanum í pólitíkinni þessa daganna, Who cares!!! þetta verður búið áður en við blikkum augunum í næstu viku... kannski! Ég er svo ómálefnaleg í stjórnmálum að ég held að 1/4 heilafrumu í mínu heilabúi nái yfir stjórnmál, enda er maður ekki ljóshærður fyrir ekkert og vitiði ... mér er alveg sama :) Bolluát helgarinnar hefur tekið sinn toll!! og ekkert við því að gera núna, en sprengidagur er ekki minn dagur, mér finnst saltkjöt og baunir EKKI gott!! þannig að ég og Mr.Jones fórum í norskan sveitamat til tengdó, sem var ÆÐI!!! Ég held ég fari framvegis í mat til tengdó á Spengidag :þ Annars er Malli kominn með heimasíðu veiiii.. endilega kíkið á hana og skrifið í gestabókina, myndir væntanlegar... er búin að vera svo morkin undanfarna daga að ég hef ekki lagt í bumbumyndatöku, ég skelli mér kannski í Dynasty-kjólinn minn og fer blástur og verð eins og Kata Zeta !! :) Bleesss í bili!!
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Frappuccino!
ískalt kaffi með mjólk og ísmolum, borið fram í háu glasi með röri.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?