fimmtudagur, mars 24, 2005

Eins og sjá má er ég pirruð í dag.... en það sem gleður mitt litla sveitahjarta er að SYS er að koma til mín á morgun híhí....gúgggúlú!

miðvikudagur, mars 23, 2005

Litlu ungu símamennirnir...

Ég átti leið mína upp í gamla góða Landsímann í dag, til að fá þjónustu varðandi ISDN tengingu....en viti menn þarna voru 2 starfsmenn hvorugur þeirra var eldri en 18 ára og þar sem Síminn er að kafna úr nýjungagirni var náttúrlega tæknilegasta númerakerfi landsins á svæðinu og ég var 15 númerum á eftir númerinu sem átti þjónustu þessa stundina. Tíminn leið og leið og ég beið og beið og beið meðan ég horfði á vesalings BÖRNIN reyna að klóra sér leið í gegnum væntingar pirraðra viðskiptavinanna sem flestir voru yfir fertugt. Eftir 15 mínútur var þolinmæði mín á þrotum og er ég að gefast upp á þjónustu þessa fyrirtækis sem er fyrir neðan allar hellur... Stóru forstjórasímakallar ráðið til ykkar fleira og mun eldra og reyndara starfsfólk í þjónustustörf hjá einu stærsta þjónustufyrirtækis þessarrar þjóðar!!!!

þriðjudagur, mars 22, 2005

DHlynette
Congratulations! You are Lynette Scavo, the
ex-career woman who traded the boardroom for
boredom, mixed with moments of sheer panic as
the mother of four unmanageable kids.

Which Desperate Housewife are you?
brought to you by

mánudagur, mars 21, 2005

Golden shower

Ég var að fá mína fyrstu "golden shower" og það frá ekkert minni manni en stráknum mínum, 2ja ára. Hann var að koma úr baði og ég sat með hann í sófanum, þurrkaði honum og saman horfðum við á Jóa Fel búa til pasta... allt í einu heyri ég hann segja: píííssssa og ég hélt að hann væri að segja pizza og leiðrétti hann og sagði :neiii þetta er pasta og í þeim töluðu orðum fann ég eitthvað heitt renna yfir mig..... það er allavega einhver sem ekki heldur vatni yfir Jóa Fel!!

sunnudagur, mars 20, 2005

Skíðaóferðir

Ég er yfir mig vonsvekkt yfir Skíðasambandi Íslands að ákveða bara sísvona að halda skíðamót Íslands í Bláfjöllum.... Við búum ekki á Blálandi, heldur Íslandi... 1/4 af landinu okkar er hulið ís. Ég segi að blessaða Hlíðarfjallið og Bláfjöllin eru barns síns tíma, kominn tími til að við Íslendingar opnum bláu augun okkar og lítum á landið okkar sem skíðaparadís þ.e.a.s í þeim fjöllum sem snjór er í nær allt árið um kring t.d Kaldbakur og hvað varð um gömlu góðu Kellingafjöllin... komm on, það er snjór kannski að meðaltali í 1/2 mánuð á ári í Bláfjöllum. Rífum skíðalyfturnar upp með rótum og komum þeim fyrir þar sem þær verða að einhverju gagni og fáum ríka ferðamenn til ÍSLANDS...