fimmtudagur, desember 15, 2005

sól og jól

Það eru 4 dagar í Spán og mikið hlakkar mér til að losna úr þessu gráa og grugguga umhverfi og komast í hlýtt og skemmtilegt loftslag. Ég skal veðja að ég á eftir að flytja til Spánar og læra spænsku og að dansa Flamingodans eftir nokkur ár.... sundlaug í garðinum, Siesta og Fiesta, sandurinn og ströndin, allt ódýrt, tapas, skemmtilegt fólk og engir íslendingar, nema þeim sem ég vil bjóða til mín. Gæti lífið verið betra??

mánudagur, desember 12, 2005

Ég kveð skólann minn með söknuði og þakklæti, prófin eru á enda! Síðasta prófið var erfitt... enda tölvan að stríða mér. 2 kennarar í skólanum eru búnir að veita mér áfallahjálp, af því ég hélt að svörin mín hefðu ekki skilað sér sem skildi. Missti hálftíma af próftímanum í stríði við tölvuna. Hræðilega stressandi! En ég er fegin að vera búin og tími til komin að njóta jólanna. 7 dagar í afmæli Sys og 8 dagar í ferðina til Spánar, jeiiii!!!