miðvikudagur, júní 23, 2004

mamman fer á djamm dauðans!!

um helgina fór ég offisjilli í fyrsta skipti að JAMMA eftir að ég varð MAMMA og var það bara nokkuð gaman, minnti mann á framhaldsskólaárin þegar maður hafði nákvæmlega ekkert þol á áfengi og endaði alltaf sofandi upp í rúmi með málningu niður á höku og angandi af pylsulykt og ógeði.... og meiraðsegja var þynnkan tvöfalt verri!! En þetta var gæðaball á sjallanum, brjálað stuðband, dans og gleði. Aldan var hér hjá okkur og skellti sér að sjálfsögðu með, en ekki hvað... hún sá reyndar engan sætan og ungan norðlending og vil hér auglýsa eftir einum.... eða kannski tveimur híhíhí! (það verður bara nóg að gera hjá öldunni)