fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Höfuðborgaferð n° 2

Nú er komið að því! Gangan á Keili fer fram á laugadaginn, ég er nú orðin smá stressuð, enda þolið ekki alveg upp á sitt besta núna!!! Lífstíllinn hjá minni hefur þó breyst til muna, hætt að reykja og drekka kaffi & gos og nú labbar maður bara og hreyfir sig eins og fólk gerir... enda finnur maður spikið renna af sér og mun hreinni andardrátt. Það er náttúrlega allt klikkað í skólanum. Var að koma frá bókasafninu þar sem allt fólkið er farið að þekkja mann og flestir þar vita að ég er að læra ferðamálafræði því ég geri ekki annað en að spyrja og trufla starfsfólkið þarna, en í dag var ég að leita að sögubókum og gömlum þjóðsögum fyrir Keilisverkefnið og starfskonan sem ég talaði við spurði hvort ég væri hætt í ferðamálafræði og byrjuð í sögu?! Fólkið á bókasafninu er sko minnugt og með munninn fyrir neðan nefið þegar það kemur að upplýsingaöflun. Amtbókasafnið er best, svona eins og annað heimili!