mánudagur, apríl 18, 2005

Norðlenska vs. Reykvíska

Ég átti spjall við nokkrar "ekta" norðlenskar konur í dag og það fór ekki á milli mála að á litla klakanum okkar líðast allavega tvær mállýskur þ.e. Reykvíska og norðlenska hér eru nokkur valinkunn dæmi:
*Dekkið á bílnum sprakk : Bíllinn punkteraði
*Ég þarf að komast í bæjinn : Ég þarf í bæjinn
*Ég þarf að hitta Siggu : Ég þarf að ná af Siggu
*Pizza : Flatbaka
*slydda : hundsslettuveður
*snjór : ofanfall
*buxur : brækur
*peli af vodka : Vodkafleygur
... svo ekki sé nú talað um allar áherslurnar!!! shííí...

, ekki nóg með það þá halda þessar norðanpíur að Reykvíkingar viti ekki hvað "hreppur" þýðir!!!
...RIGHT! þetta blessaða sveitapakk...