fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Ég er með ósýnilegann sandkassa í auganu!!!!

... belíf'it or not, ég er með eitthvað í auganu sem enginn sér. Ég er búin að vera sjónskert í aðra hálfa viku og er farin að halda að ég sé nú bara með ímyndunarveiki á háu stigi. Í gærkvöldi gekk ég svo langt að fara niðrá læknavaktina og þar var augað deyft, litað og potað í það með ýmsum tækjum og tólum og í þokkabót var ég send heim með leppa fyrir öðru auganu..... verst að það var ekki öskudagurinn!!! En konan á læknavaktinni tjáði mér að ekkert væri sjáanlegt í auganu og ég yrði bara hreinlega að láta augnlækni kíkja á þetta ef áframhaldandi sársauki er til staðar. það furðulegasta við þetta allt er að það sést sama og ekkert á auganu, ég er ekki einu sinni rauð í auganu en það sem verra er að ég er komin með hræðilegarn "kæk"... og blikka og píri augunum þegar ég horfi framan í fólk, minnir mig á strák sem heitir Skúli sem ág gerði óspart grín af í grunnskóla sem var með kæki sem hann engann veginn losaði sig við.... þannig að núna er payback-time fyrir Skúla greyið....!

Engin ummæli: