laugardagur, janúar 28, 2006

Nostalgía
Eins og flestir sem til mín þekkja vita að ég er algjör alæta á tónlist og hlusta ég því stundum á Létt 96,7 og það er skemmst frá því að segja að rétt í þessu hlaut ég 15 mínútna nostalsíuvímu, þar sem 4 lög voru spiluð í röð sem minntu mig á gamla tíma sem innihéldu gömul vandamál, ástarsorgir o.þ.h. Ég brosti út í annað og fann hversu lítilvægleg þessi vandamál myndu virðast í sömu sporum í dag... sem þýðir aðeins eitt... ég er orðin gömul og þroskuð sál, gott mál!

3 ummæli:

Lorietta sagði...

Jæja litla þroskaða sál farðu nú að drífa þig til Reykjavíkur og hætta að hlusta á rólegt og rómantískt ;) Thunderinn verður settur á fónin þegar þú kemur!

Gugga sagði...

Jeiii... THUNDER nanananaaanaana, THUNDER nananananaaaananana.... Kem á flöskudaginn, afar viðeigandi, ekki satt!

Nafnlaus sagði...

Þroskuð sál með skegg!

thíhíhí...

frida.