föstudagur, febrúar 09, 2007

Eru Akureyringar að skjóta sig í báða fæturna???

Áhugaverð fyrirsögn og grein í Viku Degi í dag:
"Akureyringar nýti sér andúð á aðkomumönnum"
Í greininni talar Hólmkell Hreinsson um að það sem sé sérstakt við Akureyri og Akureyringa er hversu mikla andúð þeir hafa á aðkomufólki og það ætti að nýtast þeim í verkefninu um að koma Akureyri í "Slow city" flokkinn sem þykir ákaflega nýmóðins og eftirsóknarverður titill fyrir lítil krummaskuð hvar sem þau eru í heiminum. Akureyri er nú víst nógu mikill svefnbær eða eins og ég myndi kalla "sleep city" að það sé ekki líka verið að bæta á hann viðurnefninu "slow city". Þetta er ekki til framdráttar fyrir Norðlendinga sem haga sér eins og Thaílendingar, hópa sig saman í lokaða hópa og er ílla við að mingla við annað fólk. Mér líst hreinlega betur á að Akureyringar komi út úr skápnum og skammist sín fyrir að hafa andúð á aðkomumönnum og reyni að ná titlinum "friendly city" það myndi væntanlega auka ferðamannatraffíkina og ferðamenn myndu ekki bara stoppa til að renna sér niður Hlíðarfjall heldur kynnast Akureyrískri menningu sem er búin að liggja í dvala of lengi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hver er Hólmkell... virðist vera utanbæjarmaður. En whodds já hvernig væri ef Akureyringar og Íslendingar myndu opna sig og losa sig við þessa fjötrur okkar íslendinga að vera lokaðir. Let the flow go on and open. Allavegna eru íslendingar upp til hópa lokaðir og segi ég hér með heyr heyr...
sys crazy in the dazy

Gugga sagði...

Já þarna erum við sammála systir góð, Íslendingar eru ennþá eitthvað að strögglast með sjálfstæðisbaráttuna... þegar allt kemur til alls eru íslendingar bara margir Bjartar í Sumarhúsum að berjast um eitthvað smáborgaralegt stolt!!!