mánudagur, febrúar 19, 2007

Þessar myndir voru teknar í vikunni á Hjalteyri:Ef þú ert leið, fáðu þér skreið
Auð og yfirgefin síldarbræðsla

Tómir tankar

Tæki og tól

Gat í vegg


Gat í lofti

Ein og yfirgefin síld í síldartanki
3 ummæli:

Heida sagði...

Ég varð að kommenta á síðustu færsluna þína. Crown er svo hræðilegur staður...hann var samt ekki svona hræðilegur fyrir mörgum árum, áður en nýir eigendur komu. Kjúklingurinn þá var geðveikt djúsí og krispí, bara svipaður og KFC. En núna, bleghr. Ekki hægt að bjóða manni uppá þetta.

Ég verð nú samt að spyrja. Hvað finnst þér um Bautann?

Gugga sagði...

Hæ Heiða

Ó já ég stundum þrái góðan bitakjúkling hér á Akureyri, sérstaklega þegar maður er þreyttur og orkulaus.

Mér finnst Bautinn mjög fínn staður, þó hann flokkist kannski ekki undir skyndibitastað. Ég fer oft á Bautann, og frekar þangað heldur en á Greifann, mér finnst maturinn mjög góður og þar er ávallt góð og lífleg þjónusta. Þó finnst mér skorta aðeins upp á fjölbreytni á réttum, sérstaklega í "réttir dagsins". Í þau 4 ár sem ég hef sótt staðinn finnst mér hann ekkert hafa breyst, alltaf jafn góður. Aftur á móti finnst Jonna, sem er innfæddur Akureyringur, Bautinn ekki eins góður og hann var! Bautinn fær hinsvegar 4 stjörnur í mínum dómi, þar sem mér finnst þjónusta á veitingastöðum skipta mjög miklu í upplifun minni á veitingastað :)

Heiða sagði...

Einmitt, þess vegna læt ég kjúklingabringurnar hennar mömmu með piparsósu og gratíneruðum kartöflum duga fyrir mig. Óómægad, svo gott.

Nei að sjálfsögðu flokkast hann ekki undir skyndibitastað, var bara forvitin. Já réttir dagsins, það er rétt hjá þér, þeir hafa verið þeir sömu í langan tíma. Það væri alveg ágætt að hafa fleiri kjötrétti í réttum dagsins, en annars elska ég fiskinn þarna.

Ég vona að þjónustan sé ennþá jafngóð og hún var fyrir áramót því þjónunum hefur svo sannarlega fækkað...og tjah, ekki beint þeir skörpustu og duglegustu hafa komið inn.

Sjáumst á vappinu!