sunnudagur, febrúar 18, 2007

Þar sem ég hef ausað úr skálum reiði minnar undanfarið í garð "sveitarinnar" og sveitafólksins þá ætla ég nú að hrósa sveitinni fyrir 2 frábær innlegg í skyndibitamenninguna hér á Ak. Búllan og Nings hafa loks litið dagsins ljós og mun ég BARA versla þar í framtíðinni og kannski Dómínós ef pizzastuðið kemur yfir mann... annars er ég í aðhaldi núna svo núna verð ég líklega bara að versla við Nings.

Skyndibitastaðir á Akureyri:

Nings ***** (Fyrsta flokks veitingastaður sem opnar væntanlega á næstu dögum, á besta stað á Akureryri, Sushi bakkar, réttur 66 í sérstöku uppáhaldi og karrýsósan klikkar ekki)
Búllan**** (Bestu hamborgarar á Íslandi en þó tapar einni stjörnu af því það vantar Tomma á svæðið, maðurinn er snillingur)
Dómínos***1/2 (Pizzurnar eru alltaf eins, maður veit að hverju maður gengur, stundum svolítið tilbreytingalaust en kjúklingavængirnir eru namminamm..)
TicTac*** (Ekta Akureyrískur skyndibiti, góður eftir djamm en banvænn í aðhaldi!)
Samkaup v/ Hrísalund*** (Ekta ömmumatur í hádeginu, mæli með kjötbollum í brúnni með kartöflum og rauðkáli)
Lindin**1/2 (Ágætis matur, fæ samt alltaf á tilfinninguna eins og ég sé að borða Frechetta pizzu þega ég fæ mér pizzu en hamb. og annað er gott)
Greifinn** (Pizzur frekar slepjulegar, samt ok )
Subway** (Ekkert spes/alltaf eins og yfirleitt frekar léleg þjónusta)
Hagkaup** (Kjúklingur í neyð, blautar franskar)
Pengs* (Fallegur staður, góð þjónusta en vantar eitthvað upp á mat, karrýsósan er ekki spes)
Crown chicken :( (Fær fýlukall fyrir lélega þjónustu og þurran kjúkling, ég hef gefið þessum stað of mörg tækifæri og alltaf hef ég fengið gelgjulega þjónustu, oftast vitlausa pöntun og án undantekninga of þurran kjúkling)

Eina sem vantar núna í sveitina er KFC. Helgi þú verður að bjarga þessu!

Engin ummæli: