mánudagur, ágúst 07, 2006

Ég stóð í stórþvotti í gær...
ég náði að þvo 5000 kall í 500 köllum, sem komu sem betur fer heilir og hreinir út úr vélinni svo núna eru þeir barasta brakandi þurrir og fínir tilbúnir í eyðslu...
Ég þarf bara að finna ráð til að þvo veiðidelluna úr kallinum mínum, góð ráð vel þegin!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góð ráð skulu vera vel þvegin... 90 gráður, mikla sápu, ekkert mýkingarefni, nokkrir dropar af klór og mikla vindingu... þetta hlýtur að virka á veiðidelluna !

B k. frida forever

Gugga sagði...

hahahahaha....
Flott mál prófa þetta á kallinn. Ég bíst við að koma suður síðustu helgina í ágúst, eigum við ekki að setja upp eitthvað plan???

Takk fyrir stuðninginn um daginn, vertu á msn-inu næstu 3 daga, þarf á þér að halda!

kv. Gugga

Nafnlaus sagði...

Talandi um msn-ið! Þú ert aldrei inni!! en eins og þú veist þá vinn ég við tölvu og er þar frá klukkan 8 - 18 og yfirleitt eftir 21. Ef neyðarástand kemur upp hef ég símann við hendina. Good luck little fish!

kv. frida