mánudagur, maí 08, 2006

Forest Gugga

Er komin á Hólana góðu að klára námið í göngustígagerðinni, þetta er sko hörku vinna! Dagurinn í dag var sem betur fer í rólegri kantinum. Slidesýningar á göngustígum víða um heim, hvað má og hvað má ekki o.s.frv svo var reyndar labbað um skóginn í hringi og skoðaðir göngustígar og gagnrýnt og hrósað fyrrverandi nemum og sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóg fyrir þessa göngustíga.
Á morgun verður heljar vinna, útbúinn verður göngustígur með tröppum og brú og hvað eina. Sagir, naglar, axir, trjáklippur, hrífur og hamrar verða notaðir til verksins og að sjálfsögðu sjúkrakassi! Gaman gaman!!!



3 ummæli:

Heida sagði...

Þetta hljómar alveg ótrúlega ævintýrlega spennandi.

Lorietta sagði...

Gugga á borvélina... Gugga á borvélina... Gugga á borvélina.... Gangi þér vel..spennandi. Ertu til í að búa til stíga fyrir verkefnið mitt?

Gugga sagði...

Þetta er svoooo gaman, skógar hafa alveg gríðarlega góð áhrif á geðheilsuna og barasta "hele" kroppinn. Ævintýrin gerast í líka alltaf í skóginum ;)

Engar borvélar hér litla mín en ég var á slaghamrinum í dag og var næstum búin að rota og slasa putta á samstarfskonu minni í hópnum en allt fór vel, engin slys í dag. Auðvitað hanna ég stíga fyrir verkefnið þitt, svona ökologíska með minimalísku ívafi. hehehhehe...