þriðjudagur, maí 23, 2006

Eurovision remix



Óþolandi hvað maður fær oft leiðinleg lög á heilann. Oftar en ekki fæ ég "Bellu símamær" á heilann... þoli það ekki!!! og ég geri allt til að reyna að losna við þessa heilabilun en ekkert gerist! En það fyndasta var að í vinnunni í dag voru allir með eitthvað Eurovisionlag á heilanum. Jonni söng "We are the winners" hástöfum, meðan Kata muldraði "Congratulation Iceland" við herbergjaþrif, Anna var í fíling á ryksugunni með sænska lagið "Invisible" með miklum tilþrifum meðan ég sit uppi með tyrkneska lagið sem var eitt það leiðilegasta og mest óþolandi lag keppningar "Superstar" bókstaflega límt í hausnum á mér. Hjálp!!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég gæti trúað að það væru margir í þessu stappi ég er búin að fá nokkur eurovisionlög á heilann eftir keppnina, enda alltaf verið að heilaþvo mann í útvarpinu. Í augnablikinu er rússneski söngvarinn á heilanum á mér enda myndalegur maður þar á ferð ;)

kv. Frida

Lorietta sagði...

eurovison.. tiskk tiskk... Me dont like

Gugga sagði...

Eurovision er kannski bara heilaþvottur eftir allt sem og "Bella símamær". Samt man ég eiginlega ekkert eftir vinningslaginu nema bara miðaldra karlmönnum í skrímslabúningum!
Rock on!

Gugga

Heida sagði...

Þetta er svo rétt, maður fær alltaf verstu lögin á heilann. Annars er lagið sem ég fæ langoftast á heilann: Scatman. Það er lethal.

Ég er forvitin hverjir eru að vinna núna í Sveinó. Einhverjir sem ég þekki? Á aldur við mig oder was? Jafnvel einhverjir myndarlegir piltar, úllala?

Gugga sagði...

Hæ Heiða..

Ég vildi að ég fengi Scatman öðru hverju á heilann! Enda mikið stuðlag og minnir mann á gamla tíma.

Flestir sem hér vinna í sumar eru úr VMA.
Linda (VMA, 23 ára)mjög fín og hress stelpa,
Helga (Danmörk, frá Ak, 25 ára) mjög dugleg og skemmtileg stelpa, Kata er frá Póllandi (ekki víst þú þekkir hana),
Kristján er töffarinn á svæðinu og hann er í VMA og var að vinna á Karólíu (solid strákur),
Auðbjörg og Tinna eru 16 ára, en alveg hörkuduglegar þrátt fyrir aldur.
Orri og Bjarki eru 17 ára piltar og standa í viðhaldi á húsunum og eru meira og minna í útivinnu, hressir strákar.
Sigríður og Kamilla eru 17 ára hnátur í VMA.
Öddi er kokkur og mikill Bubba- aðdáandi, gaman að honum!
Okkur Jonna þekkir þú, rosa skemmtileg auðvitað!! hehehhe...

Gangi þér vel í prófunum, sendi góða strauma til þín..

Kv. Gugga.

Gugga sagði...

Vá... lengsta komment sem ég hef skrifað!!!

Heida sagði...

Hahaha, þetta var jú mjög langt og skemmtilegt komment. Ég held ég þekki ekki neitt af nýja staffinu, fussum svei. Ekki nema Kristján sé 19 ára og hafi verið í MA áður en hann fór í VMA, sem ég efast.

En takk fyrir straumana, þeir munu koma að góðum notum.

Lorietta sagði...

Meira meira blogg meira fjörefni... váaa er með mikinn svefngalsa vildi að þú gætir notið hans með mér. Hvað segiru annar í fréttum vina mín kær

Gugga sagði...

Allt það besta mín kæra
Ertu bara alltaf að læra
...litla gæra?
mundu samt þig að næra
...litla gæra!

Ljóð frá mér til þín.

kv. Sys.