mánudagur, nóvember 14, 2005

Ég var 7x7 klukkuð af SYS, ... á eftir að launa henni lambið gráa

1. Sjö hlutir sem ég vil gera áður en ég dey:

1.)Fara á alvöru Flamingo-bar
2.)Læra að dansa flamingodans við Mr.Jones
3.)Læra lýtalausa spænsku
4.)Eignast fleiri börn
5.)Verða amma, helst líka langamma
6.)Ferðast til Kína
7.)Fara í brúðkaupsferð með Mr.Jones.

2. Sjö hlutir sem ég get:

1.)Legið í baði í 2 klukkutíma
2.)Bakað súkkulaðiköku
3.)Pissað standandi með hjálpartæki
4.)Teiknað traktór
5.)Búið til snjókalla á mettíma
6.)Drukkið án þess að finna á mér
7.)Borðað hrísgrjón með karrýsósu í öll mál

3. Sjö hlutir sem ég get ekki:

1.)Farið á fætur við fyrsta hanagal
2.)Verið í návígi við hunangsflugu
3.)Haldið ræðu
4.)Logið
5.)Sungið
6.)Horft á hryllingsmyndir
7.)Lært að spila á hljóðfæri

4. Sjö hlutir sem heilla mig við karlkynið:

1.)Mr. Jones
2.)Augu
3.)Mr.Jones
4.)Hendur
5.)Mr.Jones
6.)Bringuhár
7.)Mr.Jones

5. Sjö frægir sem heilla:

1.)Mr. Jones
2.)Jude Law
3.)Johnny Deep
4.)Chris Martin
5.)Justin T.
6.)Sean Connery
7.)Antonio Banderas

6. Sjö setningar eða orð sem ég segi alltaf:

1.)obbosí
2.)sorrý
3.)ó ó
4.)sjip og hoj
5.)nákvæmlega
6.)á kristaltæru
7.)svínvirkar

7. Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:

1.)Smint
2.)Tóm bjórdós
3.)Rok og rigningu
4.)Miðilsþáttur í sjónvarpinu
5.)DVD diskur frá lilla "Gauragangur í sveitinni"
6.)sími
7.)rassinn á Jonna.

Vá þetta tók á, næsti pistill kemur seinna, ekki meira klukk og kitl. Takk!

Engin ummæli: