miðvikudagur, apríl 30, 2003

Við Mr. Jones fórum í foreldrafræðslu í morgun, þar sem við fengum kennslu í nuddi og slökun, vá hvað er gott að fara í slökun... er ennþá hálfmeðvitunarlaus!! Veðrið hér á Ak. er engu líkt, það er búin að vera mikil sól og hiti undanfarna daga, þannig að tréin eru vel græn en svo er snjókoma í dag, 1-2° hiti og hunangsflugur flörandi útum allt.... Skrítið pleis! Múttan mín er einmitt að koma í heimsókn um helgina, kannski þessvegna sem "Malli" er svona ofvirkur, hann er líklega að æfa öll spörkin sem hann ætlar að sýna ömmunni sinni! Annars eru 38 dagar í fæðingu!!! OMG, maður er að verða móðir! Sys er gjörsamlega að meika það í hönnuninni, hún er sko hönnuður framtíðarinnar og er að fara til Denmark á næstu vikum í inntökupróf, ekkert smá spennt fyrir hennar hönd :), Áfram Lára....

Engin ummæli: