laugardagur, mars 22, 2003

Jæja bara einn dagur í ÓSkar... ég er algjör óskarsnörd (ef svo mætti kalla)!! Ég bíð spennt allann daginn og horfi alla nóttina með tannstöngla við augnlokin. Áður fyrr þegar ég var ekki með stöð2 gerði ég mig heimakominn hjá e-hv, ótrúlega uppáþrengjandi...það eru neflilega óvenjufáir sem horfa á Óskarinn, allavega enginn sem ég þekki :( Dagurinn í dag er búinn að líða á ljóshraða, ekkert búið að gerast nema ég varð mér til mikillar skammar á Glerártorgi í dag kl.17.30, brjálað að gera náttúrlega, allir að versla fyrir helgina og svona, og inngangurinn í Glerártorg er mjög spes, einhver hringhurð sem gengur í hringi, svipað og í Perlunni en á endunum er svona glersamskeyti e-hvernveginn og ég gjörsamlega labba beint á glerið með þvílíkum látum og brussuskap. Sem betur fer var Mr. Jones með mér og veið gátum hlegið að þessu eins og vitleysingar... OMG ef ég hefði verið ein!!!

Föstudagarnir í heimi óléttunar verða sífellt skemmtilegri, er farinn að prófa mig áfram í óáfengum kokteilum og ávaxtasalötum sem er "thingið" mitt þessa daganna jammmmíí!!


UPPSKRIFTIR AF KOKTEILUM FYRIR Þ'A SEM VILJA VERA EDR'U OG 'OL'ETTIR UM HELGINA!! ;) :


Glasabarnakokteill


10 cl Chiquita gulrótarsítrussafi


4 cl Chiquita berjarsafi


Skvetta af sítrónusafa og grenadine


Hristið með ísmolum.


Hormónabomban


9 cl Chiquita passíuávaxtasafi


5 cl Chiquita berjasafi


fyllt upp með Apple Cider


Hristið með ísmolum.


Uppáhald Bumbubúans


10 cl Chiquita passíuávaxtasafi


4 cl chiquita sólarkokteill


fyllt upp með Apple Cider


Hristið með ísmolum


Einn fyrir svefninn


7 cl Chiquita appelsínusafi


4 cl Chiquita ananassafi


3 cl Mangósafi


Hristið með ísmolum

Hafið góða helgi öllsömul!


Engin ummæli: