fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Hæ hæ... ég er búin að vera með fráhverfseinkenni af stórum skammt að geta ekki skrifað hér inn, þetta er eins og fíkniefni, þetta blogg, maður þarf líklega að leita meðferðar við þessu síðar á ævinni. Tölvan bilaði aftur beliveitornot!! Jonni er með brjálaða samsæriskenningu í gangi afhverju tölvan er alltaf að bila og segir að einhver hakkari hafi hakkað sig inní hana og breytt upphafsíðunni og smitað 5 vírusa inn í tölvuna og þess vegna hafi hún snappað :) En hún kom úr viðgerð í dag eftur 3 daga dvöl á tölvuspítalanum og er eins og ný! En nóg með það ég var að vinna á Þorrablóti á Hótelinu og er búin að lykta eins og súr, siginn hrútspungur síðan!! jakk... Hvað er að fólki sem borðar þennan mat!!?? Líklega er þetta allt eitthvað s&m lið, eins með skötuna og mygluðu ostanna. Fyrst fólk er að borða á annað borð finnst mér skipta töluverðu máli að maturinn sé bragðgóður, auk þess erum við ekki uppi á 17.öld þegar við ÞURFTUM að borða þennan viðbjóð, fólk frá þessum tíma myndi hlægja sig máttlaust ef það vissi að við værum ennþá að nærast á þessu ógeði :(
Annars er "malli" að stækka og farinn að vekja mömmu sína á mornanna sem mér finnst æði :) voða stolt að borða kornfleks klukkan 6 á morgnanna.
kveð að sinni, verið góð hvort við annað xxx Guggz

Engin ummæli: