mánudagur, febrúar 03, 2003

Akureyrin er hvít, frostkorn og fiðrildi flökta um bæinn. Skíðafólk tekur gleði sína á ný og flykkist í Hlíðarfjallið með kakóbrúsa og skíðagleraugu. Annars var ég orðin hrædd á tímabili að allt myndi snjóa í kaf, en allt kom fyrir ekki og bærinn ljómar af gleði. "Malli" stækkar óðum og var í fullu fjöri í gær þar sem "óskráði matarklúbburinn" kom til okkar í súpu og eftirrrétt með 4 börn meðferðis. Kvöldið var dásamlegt og maturinn og samræðurnar fjöruguar að vanda; við erum öll með okkar hugmyndir um hvernig bærinn mætti vera betri og tölum mikið um landsbyggðarpólitík enda ekki annað hægt!!
Ég vona að sys komi í heimsókn til mín í mánuðinum því að hún er að kafna í verkefnum í skólanum sínum og mér veitir ekki af smá systrastuði núna :)

Engin ummæli: