sunnudagur, september 03, 2006

Misskilningur á misskilning

Ég var að komast að því í dag að ég er hrikalega misskilin. Ef að ég misskil ekki aðra þá er ég pottþétt misskilin. T.d er sumt fólk sem ég bara næ ekki að skilja og hvað þá að það skilji mig. Ég hef til dæmis boðið útlendingi að fara að fá sér sígó í þvottahúsinu hér á hótelinu (allt var þetta byggt á misskilningi!) Í gær var voru Englendingar hér í mat sem hétu Plomp og þegar ég skrifaði Reserved miða á borðið þeirra stóð þar Mr. and Mrs. Plott. Í dag var Austurríkjamaður að tala við mig á ensku og ég heyrði bara þýsku í bland við tyrknesku og bað hann um að tala ensku hann horfði má mig hissa með stórum augum með þykkum og miklum augabrúnum og sagði við mig eins og ég ætti að lesa af vörum hans "Æghh gghafe bin sprrííkingk iiinglirs!"

2 ummæli:

Heida sagði...

Hahahahah. Þetta var einn fyndinn pistill (beinþýdd íslenska sýgur).

Ég einmitt lenti í misskilningi um daginn í vinnunni. Þá kom Bubbi Morthens (sem er alveg ótrúlga leiðinlegur gaur, þ.e.a.s. ef maður er að þjóna honum) út að borða. En allavega, Bubbi var sumsé með mikla hálsbólgu og því var frekar erfitt að skilja það sem hann var að segja. Hann byrjaði á því að panta sér samloku og svo heyrði ég hann segja: "Svo ætla ég að fá eitt límónaði." Ég svara kurteisislega: "Við erum því miður ekki með límónaði en..." og held áfram að röfla "...við eigum Fresca og Sprite. Svo get ég líka..." hann stoppar mig af og segir "Bíddu, ég var ekki að tala um neitt límónaði, ég sagði remólaði!"

Þetta atvik saug allverulega og ég held að Bubba sé mjög illa við mig eftir þetta.

Gugga sagði...

Hahahha...

Hverjum er ekki sama!! Það þola hvort sem er fáir hann. Ég þoli allavega ekki svona dónakalla og dónakellingar hvort sem þeir heita Bubbi, Mr. Plott eða Mr. Kugerlschriebelor. Hehe..