Jóla-skóla-jól
Þessi jól eru farin að snúast alltof mikið um skólann. Próflærdómur og lestur heilu bókanna, blöðrur á fingrum eftir mikla glósutíð og slabb og slen. Ég hlakka svoooo til að geta leyft mér að komast í alvöru jólaskap, þó ég sé búin að stelast til að skrifa nokkur jólakort, spila og syngja jólalög, og pakka inn fáeinum pökkum. Ég er ótrúlegur jólaálfur og ætla sko að setja skóinn út í glugga á sunnudaginn og ath, hvort gamli, góði Stekkjastaur muni ekki örugglega eftir mér í próftíðinni...
Eftir próf á mánudaginn verður sko brunað til Akureyrar og fengið sér jólastemmingu beint í æð. Svo að sjálfsögðu fer jólastuðið ekki fram hjá manni þegar maður lítur við suður á föstudaginn næsta og kíkir á kaffibarinn í smá jólaglögg, skál fyrir því!
laugardagur, desember 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvernig gengur í prófunum?
ÉG er sko komin í feiknalegt jólaskap... búin að fara í kringunna og smáró og kaupa allar jólagjafir, skrifa og senda öll jólakort og hitta 2 jólasveina! Bara aðeins að gera þig abbó...
Kemuru suður á föstud.?
Það gengur ágætlega... samt eins og ég segi nóg að gera!!
Ég er ekkert abbó, sko..
Já, við lilli komum suður á föstudaginn og verðum í faðmi fjölskyldunnar áður en við förum til SPÁNAR!!! nokkuð abbó?
Skrifa ummæli