fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Blautir draumar...

Í nótt dreymdi ég að ég væri að leika í kókauglýsingu sem súmóglímukappi, en í rauninni í draumnum var ég spiiiikfeitur kínverskur súmóglímukappi og fékk mér fullt af girnilegum kínverskum mat(vorrúllum, núðlum, kjúkling, rækjur o.fl o.fl.). Það var rosalega erfitt að borða og ég náði ekki einu sinni að halda á prjónunum af því puttarnir voru svo feitir að ég skóflaði bara upp í mig hrísgrjónum með lúkunum og drekk kók með... en það var verst þegar að súmóglímunni kom þá þurfti ég að fara í svona g-streng eins og þessir vesalings menn eru í og hann var svo þröngur að hann hvarf eiginlega bara inn í skinnið..... hver myndi annars vilja láta súmóglímukappa leika í kókauglýsingu!!!!

Ráðning draums: Guggan er hætt að drekka kók og borða chinise... það er fitandi!

3 ummæli:

Lorietta sagði...

Mín ráð eru sú að þú ættir að horfa minna á sumóglímu :)hhehehhe...

Gugga sagði...

Það er bara svo gaman, sexý gæjar, flott move, spenna og læti... I love it!

Nafnlaus sagði...

úlalala...
kv. LáZa