þriðjudagur, september 20, 2005

"uno positivo, nada negativo"

Jæja þá er maður komin heim á klakann og verkefnin hrynja yfir mann í skólanum. Ég náði að gera 2 ritgerðir á tveimur dögum og skila þeim á réttum tíma, án gríns var þetta erfitt og neikvæðir straumar gerðu mér erfitt fyrir.
Á Spáni var auðvitað meiriháttar, maturinn þar er ólýsanlegur og ég borðaði a.m.k 4 sinnum á dag og drakk að sjálfsögðu mikinn cervesa, þannig að mín þarf að fara að gera eitthvað í bumbumálunum. Annars er ég búin að búa upp á bókasafni s.l 2 daga, fólkið þar er farið að finna til samkenndar með mér og heldur líklega að ég sé að skrifa rannsóknarritgerð um sögu síðustu 20 alda eða svo... vesalings stúlkan!!
En þetta er samt dúndur gaman og ekki hægt að segja að mér leiðist á meðan.
Lillinn minn sagði að mamma væri lúin, börn eru ótrúlega næm.
Til hamingju með afmælið á morgun Fríða mín, ég er svo hrædd um að ég gleymi því á morgun... velkomin í kellingaklúbbinn ;)
Adios,
Guggan.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Go girllll....á spáni er gott að djamma og djúsa diskotekunum á heyyy :)
kv. sys

Nafnlaus sagði...

Takk mín kæra, en ég á afmæli 24. sep.!?! Nýt þess enn að vera 29, meðan aðrir eru komnir yfir þrítugt híhííí..
...í sanddölum og eeeeermmmalausum bol!
kv. frida

Gugga sagði...

Þið þarna unglingsstúlkur, þegar ég var á ykkar aldri þá voru nú tímarnir öðruvísi!

Gugga sagði...

... þá var nú ekkert djamm og sjús í sandölum og ermalausum bol ;)

Nafnlaus sagði...

Einmitt kona góð... ég man nú eftir að hafa séð þig í miðbæ Rvk. seint á 10. áratug síðustu aldar, án sandala og í mun minna en ermalausum bol, gliðran þín ;)

frida siðprúða