Á skrallið næstu helgi?
Ó já.. mín ætlar sko aldeilis að sletta úr klaufunum næstu helgi og þá aðallega með klaufunum Hörpu og Sif. Þó líði ár og öld og þá sjaldan að maður lyfti sér upp þá hafnar maður seint slíkum partýboðum. Harpan mín er að flytja til Köben og auðvitað þarf kveðjupartý með pompi og pragt. Annars segji ég bara gleðilegan þjóðhátíðardag, Guð blessi Ísland!
laugardagur, júní 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Kallar þú okkur klaufa, Jóndi bóndi???
Hvenær á að kenna manni á svona blogg?
Skrifa ummæli