Litlu ungu símamennirnir...
Ég átti leið mína upp í gamla góða Landsímann í dag, til að fá þjónustu varðandi ISDN tengingu....en viti menn þarna voru 2 starfsmenn hvorugur þeirra var eldri en 18 ára og þar sem Síminn er að kafna úr nýjungagirni var náttúrlega tæknilegasta númerakerfi landsins á svæðinu og ég var 15 númerum á eftir númerinu sem átti þjónustu þessa stundina. Tíminn leið og leið og ég beið og beið og beið meðan ég horfði á vesalings BÖRNIN reyna að klóra sér leið í gegnum væntingar pirraðra viðskiptavinanna sem flestir voru yfir fertugt. Eftir 15 mínútur var þolinmæði mín á þrotum og er ég að gefast upp á þjónustu þessa fyrirtækis sem er fyrir neðan allar hellur... Stóru forstjórasímakallar ráðið til ykkar fleira og mun eldra og reyndara starfsfólk í þjónustustörf hjá einu stærsta þjónustufyrirtækis þessarrar þjóðar!!!!
miðvikudagur, mars 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli