Jæja þetta er í 17. skipti sem ég skipti um heimili á minni stuttu ævi. 17 er ein af happatölum mínum þannig að ég býst við góðum gír í nýju íbúðinni. Og jafnvel lottóvinningi á laugadaginn til að borga fyrir nýja rúmið mitt, eldhúsinnréttingu, nuddbaðkar og nýjan rafknúinn tannbursta.
Augað mitt er læknað (Thank god!)... ósýnilegi sandkassinn var svo bara eitt rykkorn sem leyndist undir augnlokinu og það sem meira er augnlæknirinn mældi sjónina mína og sagði að ég væri með súpersjón þannig að ég sé næstum í gegnum föt.... og líka fyrir horn!!!! Ég hefði átt að vera njósnari. 0017... mrs. Gugga Bond.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli