Annars er allt búið að vera á öðrum endanum hérna á Akureyrinni, aflitaðir unglingar á hverju götuhorni og lætin og fyleríið eftir því, að sjálfsögðu vegna Söngvakeppni Framhaldsskólanna, það mætti hreinlega halda að verzlunarmannahelgin væri að byrja. Mér er meinílla við að sjá reykjandi, slafrandi, ofurölvi unglinga sem vita varla hvað þeir heita, var að hugsa um að setja upp kakóbás hérna fyrir utan hjá mér og "dauða"tjald eins og þetta var kallað í gamla daga til að krakkarnir gætu látið renna af sér. Aldrei var ég svona sem unglingur....var mun þroskaðri...VONA 'EG!!!!
sunnudagur, mars 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli