Sunnudagur, dagur letinar... "ísát og faðma koddann sinn" er þema dagsins í dag og ég nýt þess til hins ýtrasta... er að bíða eftir spennandi símtali frá Aldos, hún er að fara á blind-date í dag og ég er svo forvitin, mig langar svo að hringja en er svo hrædd um að trufla hehehheee... Hún hlítur að láta dreifbýlisfólkið vita! Annars er tíðindalítið héðan frá Ak. en halló veðurpían er eitthvað að fara á mis... því hér er sól og blíða og meiraaðsegja hiti. En aldrei er varinn of mikill og gott að vera vel klæddur eins og var tönglast á manni þegar ég var lítil, þá var ég send út með 2 húfur og snjógalla og 2 ullasokka og moonboots og lambhúshettu og læti þannig að maður labbaði um eins og lítil mörgæs um allt Breiðholtið. En kveð að sinni... þið sem reykið hættið núna!! og kíkið á þetta!!
sunnudagur, febrúar 09, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli