þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Halló heimur!! Fór í mæðraskoðun í morgunsárið og komst að því til mikillar gleði að mallinn minn hefur stækkað og mælist nú yfir meðallagi og ljósan voða sátt og segir að malli er í essinu sínu í bumbunni minni... enda alltaf svaka stuð þar á bæ. Við fengum líka að heyra hjartsláttinn. Ég er alveg að springa úr gleði og hamingju :) En eitt sem veldur mér áhyggjum það er húsdraugurinn, vaknaði í nótt með ljósið kveikt inn í svefnherbergi OMG, ég ætlaði aldrei að sofna og áðan þegar við vorum að borða kvöldmatinn slokknaði allt í einu inn í svefnherbergi.... afhverju geta draugar ekki frekar verið einhversstaðar annarsstaðar en inn í svefnherberginu.. finnst það pínu creepy, hann mætti alveg sýna listir sýnar lokaður inn á klósetti eða e-h. Annars er dagurinn tíðindalítill að vanda. Ég segi bara drottinn blessi heimilið og húsdrauginn... sem vonandi fer að koma sér út!

Engin ummæli: