fimmtudagur, apríl 05, 2007

Akureyrarveikin

Nú er Hólaferðin á enda og var náttúrlega ólýsanlega gaman þar eins og alltaf, ég náði að festa myndir á stafrænt form en þar sem tölvan mín þurfti að gefa upp öndina í vikunni hefur mér ekki gefist tími til að koma inn myndum frá ferðinni. Nú er páskatörnin að byrja á hótelinu og svo tekur við túristatíminn uppúr því og próflestur. S.l. daga hef ég nagað eina nögl á dag fyrir hvern dag sem ég næ ekki að lesa og á aðeins tvær eftir, semsagt komin tími á að opna bækur. Annars er mín daglega klukka einhvað biluð því að um klukkan 17 á daginn er ég uppgefin af þreytu en svo um 21 er ég glaðvakandi og næ ekki að sofna fyrr en um 1 á nóttinni og á þessum tíma er ég ráfandi um og veit ekki hvað gera skal samt er ég rauð í augunum af þreytu og sleni... en ekki möguleiki að ég nenni að opna skólabækurnar. Hvað haldið þið að sé málið?

Síþreyta?

Pjúra leti?

Ofvirkni?

Eyrðaleysi?

Elli?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ólétta!?

Nafnlaus sagði...

Kynlífsfíkn?