mánudagur, nóvember 20, 2006

Flugfélag Íslands og landsbúar

Ég lenti í því að þurfa að nota þjónustu Flugfélags allra landsmanna í gær í flugi frá Reykjavíkur til Akureyrar og þvílík vonbrigði með þjónustu þessa kommúnistafyrirtækis. Monopoly í samgöngum á engann rétt á sér. Þjónustan var fyrir neðan allar hellur og var mér skapi næst að hringja í þjóðarsálina og ausa úr skálum mér með ljótari orðbragði en kjaftakellingarnar í vesturbænum nota í þessarri annars rotnu sál þessa þjóðar. Hefði ég verið gömul kona hefði ég frekar keypt mér árabát til Akureyrar heldur en að hlusta á starfsfólk þessa fyrirtækis sem skellti á mig í símanum og rak á eftir mér með þvílíkum yfirgangi með töskur að ég hef sjaldan séð jafnmikla ókurteisi í verslun minni þau 31 ár sem ég hef lifað og verslað (mikið)! Hvergi var gefið upplýsingar um kaosið sem átti sér stað á flugvellinum né beðist afsökunar. Ég hvet fólk eindregið frá því að versla við þetta fleugfélag og í sannleika sagt labba ég frekar til Reykjavíkur en að fljúga með þessu flugfélagi. Flugleiðir höfðu þó afsökunarbeiðni á reiðum höndum þegar lent var í þotu á Akureyrarflugvelli. Ég hvet Iceland Express að hræra aðeins upp í þessu samgöngukaozi og byrja í innanlandsflugi í samkeppni við Flugfélag Íslands því það er löngu orðið tímabært. Ég hvet eindregið aðila Flugfélags Íslands að gera gæða- og þjónustukönnun innan innviða fyrirtækisins. Hjá mér fáið þið falleinkunn ásamt þeirra erlenda ferðamanna sem neyðast til að nota þjónustuna.
Áfram Iceland Express!!

Engin ummæli: