miðvikudagur, maí 31, 2006

Landsbyggðarmenningin í hnotskurn:

- Konur með útnagað naglalakk
- Krakkar sem fá kikk út úr því að hrækja í polla
- Karlar pissa út í móa
- Fólk veit ekki um betri stað að búa á en í vindbarða landsbyggðarskerinu sínu í málningarflögnuðu húsi með dauðu tréi í garðinum og jafnvel handónýtri rólu.
- Besta snakkið á skerinu er harðfiskur með miklu sméri sem bóndin barði til með gamallri prentvél út í skúr.
- Nýtískulegi Framsóknarflokkurinn hefur svikið sveitavarginn með slagorðinu exbé.is jablajablaja
- Í matinn er gamalt hangið sauðakjet með útrunnum grænum baunum.
- Konan er ánægð þegar bóndinn fer á sjóinn í tæpan mánuð...
- Þá getur hún loksins farið að æpa á krakkanna, lakkað á sér neglurnar og sjússað sig á útrunna sérrýinu sem var lagt kaup á í gamla kaupfélaginu forðum.

Ljóðræn frásögn sem á sér samt stoð í raunveruleikanum. Alltaf gaman í sveitinni!

3 ummæli:

Heida sagði...

Hahahahaha. Ég veit ekki af hverju en ég hló, upphátt, að þessari færsu. Skemmtilegt og hresst.

Nafnlaus sagði...

Vá það myndaðist brjáluð súrrealísk mynd í hausnum á mér frá árinu 1973! Samt fyndið.
Ljóðaskáldið Gugga "sauðagæra" í Þingeyjarsveitinni. muhahha...

Hvað segir þú, er Jonni að fara á sjóinn þá borgar sig að fara að hrista upp í naglalakkinu og gömlu góðu sérríflöskunni. Hahahhaa.

Kær kveðja frá siðmenningunni í Reykjavík,
frida.

Gugga sagði...

Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Var að reyna að taka landsbyggðina í sátt ásamt því að gera grín af henni.
Þetta átti semsagt að vera fyndið :Þ

Sólskinskveðjur úr sveitinni.