föstudagur, mars 17, 2006Ég er búin að vera súperdugleg í dag. Náði að þrífa 15 herbergi, sækja möppuna mína á prentstofunna, skutlast niður á Hóla með möppunna, klára af tryggingarleiðindin, ná í fötin hans Lilla á flugvöllinn, svæfa báða karlanna mína og skila inn greinargerð. Sannkallaðir súperkonutaktar í dag. Á morgun bíða mín 17 herbergi til þrifa og veisla á Hótelinu. Allavega er ljóst að ég þarf ekki að fjárfesta í líkamsræktarkorti á næstunni, hef örugglega misst 5 kíló í dag, enda lítill tími til fæðuöflunar.

6 ummæli:

Heida sagði...

Ég væri sko til í eitthvað smá af þessum súperkröftum.

Gugga sagði...

Ég er farin að tengja þetta við að fá sér cocoa puffs á morgnanna! Gæti verið að maður fengi kraft út cocoa puffsi líkt og kókómjólk?
Veit ekki. Annars vantar nú ekkert kraftinn í þig Heiða mín, allavega ef ég þekki þig rétt, svaka dugleg!
Á eftir að sakna þín í sumar, en samt skil þig mjög vel :)
Bestu kveðjur G.

Heida sagði...

Hahah ég fæ mér nú alltaf Cheerios á morgnana...kannski að ég fari að skipta yfir í Kókópöffsið.
Já ég á eftir að sakna þín líka Gugga. Síðasta sumar var blast og staffapartýið eftirminnilegt, hahah.

Catch you on the flipside:]

Nafnlaus sagði...

Ertu að leita að fólki í vinnu?? Ég gæti sparað allavega 30.000 kall á mánuði í herbalife, dietsjeika og líkamsræktarkort!!

kv.frida

Gugga sagði...

hahaha... frida prímadonna, að þrífa skítug klóstt, skítuga sturtubotna, blóð og kúk!!!
Sorrý sé það ekki fyrir mér!
En þú værir örugglega góð í að halda partýinu "standandi" í pottinum!

Nafnlaus sagði...

muhahaahaahaahaaa....
Tek það að mér, er ekki fullt af sætum strákum sem koma til ykkar??

Nei það er reyndar alveg rétt hjá þér Gugga mín, blóð og kúkur er ekki á óskalistanum hjá mér, en pottapartý í allt sumar er svo sannarlega á topp 10 listanum þ.e.a.s ef einhverjir sætir útlendingar eiga hlut að máli :)
kv. frida