mánudagur, febrúar 13, 2006

Fjallagrös og fílabein

Loksins er ég komin með áhugamál eftir 30 ára lífsleið. Keilir var ólýsanlegur í alla staði og þessarri göngu mun ég seint gleyma. Við fengum allar tegundir af íslensku veðri, rigningu, snjó, slyddu, sól, þoku, skýjun, logn og rok. Það var eins og maður hafi komist í einhverja vímu þegar maður náði toppnum... og svo rúlluðum við hálfpartinn niður í algjöru hláturskasti. Ég fann 2 hjartalaga steina sem ég gaf hjörtunum mínum hér heima (smá væmið, en samt...!) Núna er allavega 1 fjall komið á listann og fleiri munu fylgja í kjölfarið, that´s a promise! Aint no mountain high enough....

6 ummæli:

Lorietta sagði...

fjallagerpi.... hehehee bíð bara eftir því að þú farir að labba með skíðastafi heheheh... go girl!

Heida sagði...

Ain't no valley low. Ain't no river wide enough baby!

Gott lag, kemur manni í gúddí fíling.

Nafnlaus sagði...

Ég trúi ekki að þú hafir eytt skrifunum "Ofmetin Akureyri". Ég ætlaði að fara að commenta!
Sérstaklega sammála um Greifapizzur og hópanna, flutti frá Akureyri m.a. út af þessum hópamyndunum. Keep up the good work!

m.b.k.

Nafnlaus sagði...

Gaman að skoða síðuna þína... verða reglulegur gestur uppfrá þessu ;)

k k. Gunnar

Nafnlaus sagði...

Frábær síða.. þú átt greinilega eftir að meika það í g & l :)
Kærar kveðjur norður fyrir fjöll
Helga.

Gugga sagði...

Ofmetin Akureyri er komin í 2. útgáfu. 1. útgáfa seldist upp, hafið það gott allir frá sjávar og sveita.