mánudagur, október 31, 2005

Ó borg mín borg...

Reykjavík skartaði sínu fegursta enda fékk ég allar útgáfur af Reykjavíkurveðri, sól og kulda, snjóbil og hálku, rok og rigningu, slyddu og saltsnjó og smá sýnishorn af hlýju. Ferðamálarástefnan var fín, fyrirlestrar með Hannes Smárasyni FL- group kóngi, Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhúsdrottningu, Maikke Eckhlen ferðafrömuði, Stebba stuð og fl. Drakk 5 kaffibolla um morguninn og fékk nett koffínsjokk í byrjun fundarins með skjálfta, gnýstun tanna og yfirliðstilfinningu, en allt fór þetta á besta veg og er ég ánægð með þessa ráðstefnu og ekki síður er ég ánægð með Reykjavíkurnætur sem heppnuðust vel, þrátt fyrir mikla drykkju. Sunnudagurinn lagðist bara vel í mig enda "Bæjarinsbesta-pylsa" og kókómjólk fyrir svefninn besti þynnkubani í heimi. Var samt sæl að komast aftur norður enda nóg að gera í skólanum og á Hótelinu. Lilli minn var kampakátur að hitta múttuna sína þó karlakvöldin hjá þeim feðgum hafi engan svikið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ pæ!
gaman að hitta þig í Reykjavíkinni, næst tökum við tjúttið saman og dönsum af okkur sólanna eins og í gamla daga.
Er ekki skítaveður hjá ykkur norðan heiða?

kv.frida.

Gugga sagði...

Nei nei, Fríða mín, hér er alltaf sól og blíða eins og þú veist :)
kv.Guggan

Lorietta sagði...

Kallakvöld... án mín. Sei sei það er ekkert allvöru kallakvöld án systrakórsins fræga með brúski karamba skegg og ölbokku í hinni :) Hlakka til að koma heim :)

Lorietta sagði...

Kallakvöld... án mín. Sei sei það er ekkert allvöru kallakvöld án systrakórsins fræga með brúski karamba skegg og ölbokku í hinni :) Hlakka til að koma heim :)

Gugga sagði...

Sömuleiðis Sys, hlakka til að hitta þig og svo þurfum við að panta okkur tíma í stúdíói fyrir jólin.. jóóólllliiin koma, jóóólinn koma..