miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Mrs. Robinson er komin á klakann

Í dag var ég einkaguide Yolöndu um Norðurland, fórum við m.a. á Goðafoss eða "Góðafoss" eins og Yola vildi kalla hann og átum piparpúka og harðfisk, svo fórum við og týndum fífur sem Yolu fannst mjög falleg blóm (það þarf ekki stóra hluti til að gleðja túristahjarta). Við pissuðum út í guðsgrænni náttúrunni (kamarinn sem við ætluðum á var ólýsandi ógeðslegur)og að lokum týndum við ber, þegar berjatýnslan hófst og berin hurfu hvert af öðru ofan í mig, horfði Yola á mig og sagði alvarlega - I hope no one have pissed on them -! og ég náttúrlega skellihló eins og alvöru víkingur sem hafði aldrei gert annað en að drekka piss og éta kjamma.



Cammie vinkona mín er mætt á landið án Justins, skiljanlega, hún veit líklega hvernig íslenski kvenpeningurinn lætur í hvert skipti sem glamúrgæi frá Hollywood stígur fæti á klakann. Vona bara að skvísan líti við hjá mér!!

Ég mæli með að allir prófi að borða piparpúka og drekka bjór með!!! þá kemur afar spes bragð ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig bragð myndast??... ég á bara bjór enga púka!!

Nafnlaus sagði...

b.t.w. ég veit hvar vinkona þín gistir í Rvk!!! Begga sá hana á Thorvaldsen á þriðjud. ég held meira að segja að Rikki kærastinn hennar hafi náð henni á smá chatt!)

Gugga sagði...

HITTI Begga Cammie!!!! OG HVAÐ... HVAR..., HVENÆR..., HVERSVEGNA o.s.frv...???????
Veðja að Rikki hafi smellt einum sem endist á kinnina á henni!!!
Púkabjórssagan er náttúrlega glötuð miðað við þetta slúður,...það kemur sápubragð!...
Kv. Gugga súper-nörri sem þarf að komast bráðum í siðmenningu, þ.e. RVK ;*)