laugardagur, ágúst 06, 2005

Fiskinn minn namminamminamm



Við Mr. Jones fórum í veiðiferð saman í gær í Hörgánna og þó ég segji sjálf frá hef ég marga fjöruna sopið en þarna drukknaði ég næstum enda vorum við að veiða í straumi lögði fljóti og á hálir steinar við hvert fótmál þannig að ég gusaðist til og frá og bókstaflega átti sundkunnáttu minni að þakka að ég er enn meðal vor. En veiðisögurnar eru sjaldan langt undan enda missti ég 3 væna fiska en veiddi eina bleikju sem mældist um 3 pund. Ég vil taka það fram að ég er ekki mikil villimanneskja í mér og finnst sárt að drepa fiska enda læt ég Jonna alfarið um að lurka úr þeim lífið... en ég get verið hræðilega tapsár ef ég missi fiska og get verið fúl í nokkra klukkutíma. Jonni greyið reynir að kenna mér en auðvitað er það honum að kenna að ég missi fiskanna, hann er ekki nógu snöggur með háfinn eða segir mér að gera eitthvað sem veldur því að fiskurinn hefur vinninginn, lífi sínu feginn. Ég held að ég sé búin að horfa á alltof mikið af hjartnæmum Disney myndum til að geta staðið í svona fiskeríi.
Hátíð samkynhneigðra er gengin í garð og missti ég því miður af hátíðarhöldunum. Sjaldan lýgur almannarómur og það virðist sem allir séu í fögnuði yfir þessum viðburði fyrir sunnan. Enjoy people!! Sakna þess að sjá ekki skrúðgönguna enda hefur hún alltaf verið hápunktur laugavegsins í ágústmánuði. Þegar ég var hárgreiðslugúrú fyrir sunnan og vann á laugaveginum fór maður ávallt eftir vinnu og fagnaði frelsinu og fólkinu sem er samkynhneigt og nýtur sín. Til hamingju allir!
Auk þess eiga Dalvíkingar fiskidag sinn og situr fólk nú að snæðingi og talið er að fólk hafi hámað í sig 11 tonn af fiski í dag og geri aðrir betur!
Sjóarar og samkynhneigðir, this is your day!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

comment

Nafnlaus sagði...

comment comment

Nafnlaus sagði...

comment comment comment jeeeiii!

Gugga sagði...

4 comment híhíhí... gaman gaman!!!