sunnudagur, júní 26, 2005

!biggabú!
Haldiði að mín hafi ekki endað á skrallinu með Harpos í gær og svona líka blátt áfram stuð alla nóttina. Bogga slóst í hópinn með okkur og Unnsa punnsa og fl. og fl. David Beckham wannaby var á svæðinu og tailenskur flugmaður sem hélt drykkjunum gangandi, kúkurinn var líka svæðinu , Dóra og Doddi dönsuðu af sér skónna, Erik mr. USA hneykslaðist á að konur sem ættu börn væru að skralla karlmannslausar á nóttunni og hélt mikla ræðu um siðgæði hjónabanda sem okkur Hörpu fannst auðvitað drepfyndið. Ég endaði í leigubíl kl 5 í morgun kófdrukkin og þráði ekkert heitar en svefn og mat. Ísskápurinn tómur þannig að mjólkurglas varð fyrir valinu. Harpa aftur á móti endaði í brjáluðu eftirpartýi með 3 hönkum og var bara nokkuð ánægð. Bogga endaði líka í öðru partýi á hinum enda bæjarins með 2 pörum. Djammkvótinn er búinn í bili enda þynnkan slæm verri verst. En þetta kvöld var magnað og gleymist seint, sama má segja um líðan mína núna...

Engin ummæli: