laugardagur, maí 14, 2005

Daður í Danmörku

Jæja þá er maður kominn heim í heiðárdalinn frá Danmörkinni og þar var sko ekki leiðilegt að vera í góðu atlæti systu sem dekraði við mann hægri vinstri... snú.
En Sys klikkaði á að vera ekki búin að daðra aðeins við veðurguðina, af því það var svo kalt, meira að segja haglél á köflum... Skvísan tók okkur múttu í alsherjar verslunarferð þar sem fátt var sparað nema kannski daðrið... ég þarf að senda hana sys á daðurnámskeið því það vantaði sko ekki athyglina á hana frá hinu kyninu en Láran gerði ekkert í því ... hvurslags!!! Þetta var svona kellingaferð þar sem hver einasta flík í H&M var grandskoðuð og auðvitað drukkið óendanlegur bjór.
Langþráð sumarið er loksins að láta á kræla hér í sveitinni enda fara rúturnar að streyma að hver af annarri, sneisafull af öllum stærðum og gerðum af túristum, sem spyrja margra furðulegra spurninga á borð við, "where does the meat come from?", "Does sheep eat stones?" og "Where are all the trees?" og við íslendingarnir spurjum sömu spurninguna aftur og aftur "How do you like Iceland?"
Annars horfði ég á Oprhu í dag og var nokkuð ánægð með frammistöðu Svanhildar og Þórunnar, sama hvað feministar segja þá er þetta bara svona, kynslóðir breytast í tímans tönn og við getum verið stoltar af því að geta verið frjálsar og mismunandi eins og við erum margar og ekki nóg með það þá snýst þetta ekki bara um kynið, kallar og konur eru jafnvíg í djammi, daðri og kynlífi...o.s.frv.

2 ummæli:

Lorietta sagði...

Hugg hummm...
Takk fyrir frábærslega skemmtilega heimsókn.
Ungur nemur gamall temur... hihihi

Nafnlaus sagði...

híhíhí... sömuleðis litla mín. Mundu bara að daðra oft og mikið. Skilaðu kveðju til Viggo(Mortensen)
frá mér!
kv. þín gamla Sys.