miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Rosalega er allt lengi að gerast á þessu bloggi, var að framkvæma brjálaðar breytingar á síðunni í gær en ekkert komið upp... Fylgdist með fréttum í dag í fyrsta skipti í langan tíma bara til að minna mig á að fylgjast aldrei með fréttum!! ástandið í heiminum er hrikalegt með öllum þessum stríðsofsóknum og brjáluðum forsetum og framamönnum sem reyna að finna bara einhverja ástæðu til að byrja að *stríða*. Ég er alveg hrikalegur friðarsinni, þannig að ég verð mjög reið þegar ég fylgist með framvindu mála í þessum heimi. Svo ekki sér nú talað um heimastjórnina okkar!! Vegaframkvæmdir!!!!! Hvað er AÐ! Æjæj nú hætti ég þessu bulli og bambli um eitthvað sem enginn fær við ráðið, og þá sérstaklega ekki ég. Það er annað sem fer virkilega í taugarnar á mér það er þegar fólk masar og þrasar um eitthvað í marga klukkutíma, sem enginn getur gert neitt í og er byrjað að ákveða jafnvel hvað er best og hvað ekki án þess að vera inní málunum... þess vegna fylgist ég aldrei með fréttum af því maður getur aldrei verið nógu mikið inn í öllum málum þessa heims til að geta gert eitthvað í þessu... allt í lagi að hafa skoðun en samt vita takmörkin fyrir henni :) Pólitík er ljót TÍK eins og góður vinur minn sagði forðum! Á Akureyri er rjómablíða og snjórinn að hverfa. Í kvöld ætla ég að slaka og hvíla þreyttar lappir, Guggan mælir með fótabaði, kertaljósum og Björk á fóninn. Þema kvöldsins ráðið og nú er ég farin...........

Engin ummæli: