föstudagur, febrúar 28, 2003

Enn einn útúrfönkaði föstudagurinn í heimi óléttunar. Ég er búin að liggja í austurlenskri matseld og gúmmulaði í kvöld. Ég og Mr. Jones erum mikið áhugafólk um austurlenskar áthefðir og matarkúltúr þannig að nú höfum við helgað einu kvöldi í viku í þetta skemmtileg áhugamál. Mr. Jones var yfirkokkur kvöldsins og eldaði þennan líka ótrúlega góðá chilli-núðlurétt með kjúkling og grænmeti og nautakjöt með ostrusósu og papriku að ógleymdum hrísgrjónum sem heppnuðust með eindæmum vel. Hefði verið til í smá Saki... en það verður bara seinna :) .... er farin að halda að bumbubúinn minn sé skáeygður því ég hef sjaldan verið jafn æst í austurlenskann mat!? Ég veit ekki hvort það er bara ég eða hvað, núna langar mér svo að kaupa mér þröngar flottar gallabuxur og háhælaða támjóa skó og þröngann magabol, fráhvarfseinkenni vegna óléttu eða bara af því ég kemst ekki í gallabuxur og támjóa skó??? Mér finnst ég eina ólétta manneskjan sem huxar svona... allar hinar voða sáttar í víðu bolunum og joggingbuxum!? held þetta séu einhverjir stælar í mér og að ég ætti að fara að þroskast!!! Enginn ætti að taka alvarlegt mark á mér því þetta eru bara hormónin sem tala og á þessu tímabili er eins og hormónaflóðalda heimsins flæði yfir vötn og læki hjá mér.. þannig ekki taka mark á mér á næstu vikum!!! Takk fyrir skilning og samúð... Njótið helgarinnar í ykkar heimi en ekki annarra.
Stjörnuspá helgarinnar:

Vatnsberi : Hlustaðu á aðra, en ekki innri raddir!!

Fiskar : Ekki tala....mikið...um helgina!

Hrútur: Farðu í ferðalag .... með ljóni eða tvíbura!

Naut: Þú munt vinna í laugadagslottóinu!!

Tvíburar: Ekki láta plata þig í ferðalag!!

Krabbi : Farðu í fjöruferð og hittu vini þína!!

Ljón : Sofðu í frumskóginum alla helgina!

Mey : Farðu í bað og vertu hrein yfir helgi!!

Vog : Þú munt bæta á þig 2 kílóum um helgina, farðu í táknræna megrun á mánudaginn (Bolludaginn)!!

Sporðdreki : Happatölur þínar eru 0,1 og 2 !

Bogmaður : Passaðu þig á eld, lofti, jörð og vatni um helgina!

Steingeit : Þú ferð beina leið í steininn og færð engar 500 kr. fyrir sígarettum!

Engin ummæli: